Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. janúar 2018 15:40
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsþjálfari Indónesíu fær frí í fyrri leiknum gegn Íslandi
Icelandair
Robert Alberts stýrir leiknum á fimmtudaginn.
Robert Alberts stýrir leiknum á fimmtudaginn.
Mynd: PSM Makassar
Íslenska landsliðið er í Indónesíu þar sem liðið mætir heimamönnum í tveimur vináttuleikjum. Fyrri leikurinn verður í borginni Yogyakarta fimmtudaginn 11. janúar og sá síðari í Jakarta sunnudaginn 14. janúar.

Fyrri leikurinn verður ansi sérstakur en þar mun úrvalslið sem valið var af aðdáendum gegnum kosningu á internetinu mæta íslensku strákunum.

Luis Milla, landsliðsþjálfari Indónesíu, stýrir ekki þeim leik heldur Hollendingur sem heitir Robert Alberts og hefur lengi þjálfað í Asíu. Hann stýrir nú liði PSM Makassar sem endaði í þriðja sæti í indónesísku deildinni.

„Ég er þakklátur knattspyrnusambandinu fyrir að fá mig í þetta verkefni. Við byrjum okkar undirbúning í dag, tveimur dögum fyrir leikinn. Við búum okkur undir erfiðan leik," sagði Alberts við indónesíska fjölmiðla.

Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði viðtali sem tekið var í dag að það væri sérstaklega erfitt að leikgreina andstæðingana fyrir þennan leik.

„Það hafa 50 leikmenn spilað fyrir Indónesíu á einu ári og svo kemur þetta lið inn í þetta þar sem er valið á netinu. Ég fylgdist með valinu fram að jólum til að geta tekið leikmennina út. Þetta er þjálfari sem hefur aldrei þjálfað þessa stráka og þeir hafa aldrei spilað saman," segir Helgi.

„Það var erfitt að ná í hluti sem við leikgreinum fyrir hvern leik.
Hvað liðið ætlar að gera, hvaða taktík þeir ætla að spila og hvað þeir ætla að gera í föstum leikatriðum. Við tókum hluti út sem þjálfarinn þeirra hefur gert hjá sínu félagsliði."


Sjá einnig:
Myndir: Fyrsta fótboltaæfing Íslands í Indónesíu
Athugasemdir
banner
banner
banner