Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   þri 09. janúar 2018 14:10
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs: Erfitt að leikgreina fyrir þennan leik
Icelandair
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var langt flug og löng aðkoma að þessu en þetta er spennandi verkefni," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, í viðtali í Indónesíu í dag aðspurður út í komandi vináttuleiki þar í landi.

Íslenska liðið náði ekki að skoða æfingavellina fyrir ferðina. Fyrsta æfing liðsins með bolta var í dag.

„Við þurftum aðeins að ýta á eftir því að æfingavellirnir væru góðir til að æfingarnar væru góðar. Allt annað hefur gengið upp."

Fyrri vináttuleikur Íslands í Indónesíu fer fram á fimmtudaginn klukkan 11:30 í beinni á RÚV. Þar mætir Ísland liði sem stuðningsmenn Indónesíu fengu að kjósa um.

„Það hafa 50 leikmenn spilað fyrir Indónesíu á einu ári og svo kemur þetta lið inn í þetta þar sem er valið á netinu. Ég fylgdist með valinu fram að jólum til að geta tekið leikmennina út. Þetta er þjálfari sem hefur aldrei þjálfað þessa stráka og þeir hafa aldrei spilað saman."

„Það var erfitt að ná í hluti sem við leikgreinum fyrir hvern leik.
Hvað liðið ætlar að gera, hvaða taktík þeir ætla að spila og hvað þeir ætla að gera í föstum leikatriðum. Við tókum hluti út sem þjálfarinn þeirra hefur gert hjá sínu félagsliði þegar það varð meistari hér í deildinni."

„Við gátum sýnt strákunum okkar hvernig fótbolti þetta er. Það eru mikil einstaklingsgæði og þetta eru allt stjörnur og fyrirliðar í sínum liðum. Það er undir okkur komið að spila þegar við komum út á völl."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni og svipmyndir frá Indónesíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner