Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. janúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam með tiltekt - Þrír til sölu hjá Everton
Oumar Niasse fagnar marki.
Oumar Niasse fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Davy Klaassen.
Davy Klaassen.
Mynd: Getty Images
Everton gæti selt Oumar Niasse, Davy Klaassen og Sandro í þessum mánuði.

Sam Allardyce, stjóri Everton, er að taka til í hópnum en Ross Barkley er farinn til Chelsea á fimmtán milljónir punda og kantmaðurinn Kevin Mirallas var að fara til Olympiakos á láni.

Hinn 27 ára gamli Oumar hefur skorað sex mörk á tímabilinu eftir að hafa byrjað úti í kuldanum hjá Ronald Koeman, þáverandi stjóra Everton.

Oumar var nálægt því að ganga í raðir Crystal Palace undir lok félagaskiptagluggans í ágúst.

Palace, Brighton og WBA vilja öll krækja í Oumar en Everton vill fá sem mest til baka af þeim 13,5 milljónum punda sem félagið borgaði fyrir hann þegar hann kom frá Lokomotiv Moskvu árið 2016.

Sandro kom frá Malaga á 5,2 milljónir punda í sumar en spænski framherjinn hefur ekki náð að festa sig í sessi.

Valencia og Sevilla hafa bæði sýnt honum áhuga. Stóri Sam vill selja Sandro og Oumar og bæta við nýjum framherja í staðinn.

Klaassen kom frá Ajax á 23,6 milljónir punda í sumar en þessi hollenski miðjumaður hefur ekki náð að aðlagast enska boltanum vel og hann var til að mynda ekki í hóp í síðasta leik gegn Liverpool.

Allardyce vill selja þessa leikmenn og nota peninginn einnig til að fá nýjan vinstri bakvörð og miðvörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner