Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Víkingur R. hefur áhuga á Ondo
Ondo í leik með Grindavík fyrir nokkrum árum.
Ondo í leik með Grindavík fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur sýnt Gilles Mbang Ondo áhuga en þetta segja heimildir Fótbolta.net.

Ondo spilaði með Grindvíkingum við góðan orðstír frá 2008 til 2010 áður en hann fór til Noregs þar sem hann lék með Stabæk og Sandnes Ulf.

Hinn þrítugi Ondo varð meistari með Nemjeh í Líbanon árið 2013 en síðustu tvö árin hefur hann spilað í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Óman.

Ondo hefur áhuga á að snúa aftur til Íslands en hann er þessa stundina staddur á landinu í heimsókn hjá bróður sínum Loic Ondo. Þeir bræður spiluðu með Grindavík gegn Haukum í B-deild Fótbolta.net mótsins um helgina.

Víkingur er í leit að framherja en félagið lagði fram tilboð í Gary Martin á dögunum eins og kom fram á Fótbolta.net í dag.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Ondo einnig á óskalistanum í Víkinni en það ætti að skýrast á næstu vikum hvort meira gerist í málinu eða ekki.

Athugasemdir
banner
banner
banner