Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Goðsögn Liverpool þungt haldin á spítala
Alan Hansen í leik með Liverpool
Alan Hansen í leik með Liverpool
Mynd: Getty Images
Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liverpool og skoska landsliðsins, er þungt haldinn á spítala vegna alvarlega veikinda en þetta staðfestir Liverpool á samfélagsmiðlum.

Hansen var á mála hjá Liverpool frá 1977 til 1991, en hann bar fyrirliðabandið og vann átta deildaritla, Evrópukeppni meistaraliða og enska bikarinn þrisvar sinnum ásamt því að vinna deildabikarinn fjórum sinnum.

Sex sinnum var hann valinn í lið ársins og er hann talinn með allra bestu leikmönnum í sögu félagsins.

Hansen liggur nú þungt haldinn á spítala vegna alvarlega veikinda, en Liverpool sendir honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum.

„Hugur og stuðningur allra hjá Liverpool FC eru hjá goðsagnarkenndum fyrrum fyrirliða félagsins, Alan Hansen, sem liggur alvarlega veikur á spítala,“ segir í kveðju Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner