Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. september 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kjartan Henry skoraði í fyrsta leik með Horsens
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason er nýkominn til Horsens og spilaði æfingaleik með liðinu í gær þar sem hann skoraði annað mark liðsins í 2-1 sigri á Odder.

Kjartan Henry var í byrjunarliði Horsens í æfingaleiknum og líklegt er að hann taki stöðu aðalframherja liðsins.

Horsens er í næstefstu deild í Danmörku, með sjö stig eftir sex umferðir og á heimaleik við Vejle í næstu umferð, eða næsta sunnudag.

Kjartan er 28 ára gamall sóknarmaður sem hefur verið að skora í um það bil öðrum hverjum leik fyrir KR og þar áður fyrir Sandefjord í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner
banner