Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. október 2017 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stan Collymore tístar um mark Íslands
Icelandair
Collymore á Laugardagsvelli í gær.
Collymore á Laugardagsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins er staddur á Laugardalsvelli.

Þar er hann að fylgjast með leik Íslands og Kosóvó, en með sigri í leiknum kemst Ísland í fyrsta sinn í lokakeppni HM.

Collymore tók myndband fyrir leikinn þar sem hann fangaði stemninguna sem er á Laugardalsvelli.

Hann var svo mættur á Twitter þegar Ísland skoraði. Gylfi Sigurðsson skoraði fyrir Ísland, en Collymore þekkir Gylfa vel úr enska boltanum.

„Gylfi skorar, Ísland 1-0," skrifar Collymore á Twitter.

Farðu í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli

Hér að neðan má sjá tíst Collymore.




Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Stan Collymore: Verð með bjór og íslenska fánann í andlitinu
Athugasemdir
banner