Ísland mætir Kosóvó í lokaumferð I-riðils í undankeppni HM klukkan 18:45 á morgun.
Ljóst er fyrir leikinn að Ísland endar í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins og fer þar af leiðandi beint á HM í Rússlandi eða í umspil í nóvember.
Ljóst er fyrir leikinn að Ísland endar í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins og fer þar af leiðandi beint á HM í Rússlandi eða í umspil í nóvember.
Svona ráðast úrslitin í riðlunum
1. Stig
2. Markatala
3. Fleiri mörk skoruð
4. Innbyrðis viðureignir (Ísland vinnur Úkraínu þar)
Staðan í riðlinum (Markatala innan sviga)
1. Ísland 19 stig (14-7) +7
2. Króatía 17 stig (13-4) +9
3. Úkraína 17 stig (13-7) +6
4. Tyrkland 14 stig (12-11) +1
5. Finnland 8 stig (7-11) -4
6. Kosóvó 1 stig (3-22) -19
Ef Ísland vinnur
Fer Ísland beint á HM í fyrsta skipti. Önnur úrslit skipta þá engu máli.
Ef Ísland gerir jafntefli
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína og Króatía gera jafntefli.
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína vinnur Króatíu og endar með nákvæmlega sömu markatölu, til dæmis 14-7 eða 15-8. Ísland fer þá áfram á innbyrðis viðureignum.
Fer Ísland í umspil ef Króatar vinna í Úkraínu.
Fer Ísland í umspil ef Úkraína vinnur með meira en einu marki og nær betri markatölu. Ísland fer einnig í umspilið ef Úkraína verður með jafna markatölu en fleiri skoruð mörk en Ísland.
Ef Ísland tapar
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína og Króatía gera jafntefli.
Fer Ísland í umspil ef annað hvort Úkraína eða Króatía vinnur.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir