Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Ég vil að Sanchez verði hér lengur
Sanchez byrjaði á bekknum.
Sanchez byrjaði á bekknum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var auðvitað spurður út í Alexis Sanchez á blaðamannafundi eftir markalaust jafntefli Chelsea og Arsenal í enska deildabikarnum í kvöld.

Sanchez var settur á bekkinn og vakti það athygli þar sem það hafði verið fullyrt fyrr í dag að hann myndi byrja leikinn. Þótti þetta ýta undir sögusagnir að hann væri á leið til Manchester City.

„Nei," sagði Wenger aðspurður hvort ákvörðunin að setja Sanchez á bekkinn hefði eitthvað með Manchester City að gera. „Ég þarf ekki að réttlæta hverja einustu ákvörðun sem ég tek, ég hef stýrt meira en 1000 leikjum."

„Ég vil að hann (Sanchez) verði hér lengur. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur."

Hefur Sanchez verið að ræða við önnur félög?

„Nei. Fólk þekkir hann ekki. Hann er fullkomlega einbeittur á að spila fótbolta. Hann vill spila fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner