Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 10. júní 2024 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins og Iniesta á Wembley - „Þannig virka Skagamenn almennt"
Icelandair
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var algjörlega stórkostlegur með stoðsendinguna í markinu," sagði Tómas Þór Þórðarson þegar rætt var um Hákon Arnar Haraldsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Hákon Arnar átti skínandi leik þegar Ísland vann 1-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik síðasta föstudag. Hákon fékk níu í einkunn fyrir frammistöðu sína.

„Gæinn er ekkert eðlilega góður í fótbolta. Maður þreytist ekki á að segja það. Var eins og hann væri að leika sér á Langasandi, svo rólegur var hann. Gerði ótrúlega vel í marki Íslands," sagði í einkunnagjöf Fótbolta.net frá leiknum.

Hákon er orðinn algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Benedikt Bóas Hinriksson talaði um það í útvarpsþættinum að Hákon hefði verið eins og Andres Iniesta, fyrrum leikmaður Barcelona og Spánar, í markinu sem Ísland skoraði en fleiri voru að líkja Hákoni við Iniesta á samfélagsmiðlum.

„Freyr Alexandersson lýsti honum á sínum tíma sem besta pressuleikmanninum í Danmörku. Hann getur pressað, hann getur spilað, hann getur varist, hann getur skorað og hann getur lagt upp," sagði Tómas Þór. „Ég velti fyrir mér hversu ógeðslega gott þetta Lille lið er ef hann fékk ekkert að spila framan af."

„Eins og alvöru Skagamaður... ekki væla, hakan niður, augun upp, kassinn út og inn í fokking liðið. Þannig virka Skagamenn almennt, svona 95 prósent af þeim."

Hákon var að klára sitt fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi en hann spilaði meira undir lok tímabilsins og sýndi þá flotta takta. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig honum mun ganga á næstu leiktíð.


Útvarpsþátturinn - Birkir Már og landsliðsgleðin á Wembley
Athugasemdir
banner
banner
banner