Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. október 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
FIFA skoðar hvort Brady hafi skallað Williams
Robbie Brady (til vinstri) gæti verið í veseni.
Robbie Brady (til vinstri) gæti verið í veseni.
Mynd: Getty Images
FIFA ætlar að rannsaka hvort Robbie Brady, landsliðsmaður Íra, hafi skallað Ashley Williams varnarmann Wales í leik liðanna í gær.

Þjóðirnar áttust við í lokaumferðinni í D-riðli en sæti í umspili var í húfi.

Írar höfðu betur 1-0 í leiknum og fara í umspilið í næsta mánuði.

Brady verður mögulega í leikbanni þar vegna atviksins í leiknum í gærkvöldi.

FIFA er að skoða myndbandsupptökur af atvikinu og gæti dæmt Brady í leikbann út frá þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner