Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 10. október 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Tólfan með grátandi Ronaldo í stúkunni
Mynd: Anna Þonn
„Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evrópumótið. Það er hugsunarháttur þess litla. Þess vegna munu þeir aldrei vinna neitt," sagði Cristiano Ronaldo eftir 1-1 jafntefli Íslands og Portúgals á EM í fyrra.

Auk þess neitaði Ronaldo að taka í hendur íslensku leikmannanna eftir leik.

Ummæli Ronaldo vöktu mikla athygli en íslenska liðið endaði á því að slá England út og fara í 8-liða úrslit.

Íslenskir stuðningsmenn virðast muna eftir ummælum Ronaldo ef marka má myndina hér til hliðar.

Myndin er úr Tólfu stúkunni í leiknum gegn Kosóvó í gærkvöldi.

Þar sést einn stuðningsmaður halda á mynd af grátandi Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner