Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. október 2017 11:25
Magnús Már Einarsson
Verður hlé á Íslandsmótinu meðan Ísland spilar á HM?
Icelandair
Íslendinga verða fjölmennir í Rússlandi.
Íslendinga verða fjölmennir í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ljóst er að margir Íslendingar ætla að fara til Rússlands á næsta ári til að fylgjast með íslenska landsliðinu á HM.

Í kringum EM í fyrra var gert hlé á Íslandsmótinu í öllum flokkum karla og kvenna frá 14-22. júní að undanskildum þremur leikjum í Pepsi-deild karla þar sem lið tóku þátt í Evrópukeppni spiluðu.

Fríið á Íslandsmótið náði yfir alla riðlakeppnina á EM en einhverjum fleiri leikjum var einnig frestað í kringum 16-liða og 8-liða úrslitin í kjölfarið.

KSÍ gæti mögulega gert hlé á Íslandsmótinu næsta sumar líkt og þegar EM fór fram í Frakklandi.

„Við munum skoða þetta með sambærilegum hætti og fyrir Frakkland," sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Þegar EM fór fram í Frakklandi náði Birkir að þétta leikjaplanið á öðrum tímum yfir sumarið og gera þannig hlé í júní.

HM í Rússlandi hefst 14. júní en það kemur í ljós 1. desember þegar dregið er í riðla hvenær Ísland hefur leik á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner