Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. desember 2017 18:28
Ívan Guðjón Baldursson
England: City vann slaginn um Manchester - Ellefu stiga forysta
David Silva átti frábæran leik gegn Rauðu djöflunum.
David Silva átti frábæran leik gegn Rauðu djöflunum.
Mynd: Getty Images
Man Utd 1 - 2 Man City
0-1 David Silva ('43)
1-1 Marcus Rashford ('45)
1-2 Nicolas Otamendi ('54)

Ótrúlegt skrið Manchester City virðist engan endi ætla að taka og er liðið komið með ellefu stiga forystu á toppnum eftir sigur í toppslagnum gegn Manchester United.

Leikurinn einkenndist af varnarmistökum og komust City menn yfir eftir ein slík undir lok fyrri hálfleiks. Knötturinn kom inn í teig úr hornspyrnu og endaði hjá David Silva eftir atgang. Silva skoraði örugglega af stuttu færi, en hann var einn og óvaldaður beint fyrir framan David De Gea því Jesse Lingard náði ekki að skalla í burtu.

Heimamenn voru ekki lengi að jafna því Marcus Rashford slapp í gegn eftir skelfileg varnarmistök. Hvorki Nicolas Otamendi né Fabian Delph náðu að hreinsa eftir langt innkast frá Rauðu djöflunum, sem endaði á einhvern furðulegan hátt hjá Rashford.

City fékk aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik og gaf David Silva góða fyrirgjöf sem Romelu Lukaku hreinsaði beint í Chris Smalling. Þaðan flaug boltinn til Otamendi sem var í dauðafæri og brást ekki bogalistin.

Bæði lið fengu fín tækifæri til að bæta við mörkum en De Gea og Ederson björguðu sínum mönnum. Fjórtándi deildarsigur Man City í röð er staðreynd og eru lærisveinar Pep Guardiola búnir að bæta met.
Athugasemdir
banner