Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2017 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Tom Carroll á förum frá Tottenham
Tom Carroll mun líklega yfirgefa Tottenham í mánuðinum
Tom Carroll mun líklega yfirgefa Tottenham í mánuðinum
Mynd: Getty Images
Tottenham er tilbúið að selja miðjumanninn Tom Carroll og munu hlusta á tilboð í leikmanninn

Carroll hefur aðeins leikið þrjá leiki fyrir Tottenham á þessu tímabili en hann er uppalinn hjá félaginu.

Fyrrverandi þjálfari Swansea, Bob Bradley var á eftir leikmanninum en áhuginn hefur minnkað eftir að Paul Clement tók við liðinu.

Carroll var á láni hjá Swansea tímabilið 2014-2015 og lék 13 leiki með félaginu.

Líklega verður Carroll eini leikmaðurinn sem mun yfirgefa Tottenham í mánuðinum og þá er Tottenham ekki í leit að nýjum leikmönnum nema sá hinn sami mun styrkja byrjunarliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner