Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. febrúar 2018 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Það má ekki gleyma Sadio
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp er ánægður með að taka þrjú stig heim frá Southampton eftir að Roberto Firmino og Mohamed Salah tryggðu Liverpool sigur þar í dag.

Klopp telur sína menn geta gert betur heldur en þeir sýndu í dag og segir það vera markmið liðsins að enda í meistaradeildarsæti.

„Þetta var ekki frábær frammistaða hjá okkur. Það var margt sem gekk ekki upp og svo var vindurinn mjög skrýtinn. Þetta voru erfiðar aðstæður en við tókum stigin með heim og það skiptir öllu máli," sagði Klopp.

„Við viljum enda í meistaradeildarsæti og til þess þurfum við að halda áfram að hala inn stigum. Við erum níu stigum fyrir ofan Arsenal og mér finnst það ekki nóg, það eru ennþá mörg stig í pottinum.

„Níu stig frá Arsenal eru ekki nóg. Tottenham er að gera vel, United er að gera vel, Chelsea er að gera vel og City er búið að vinna deildina. Þetta verður heljarinnar barátta."


Klopp hrósaði Sadio Mane fyrir sína frammistöðu að leikslokum, en hann var eini sóknarmaður Liverpool sem hvorki skoraði né lagði upp í leiknum.

„Það má ekki gleyma Sadio. Hann var viðriðinn allar hættulegar sóknir þó hann hafi ekki skorað. Mo var stórkostlegur og Roberto Firmino sýndi gæðin sín.

„Wijnaldum og Emre Can voru frábærir í seinni hálfleik."

Athugasemdir
banner