Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. nóvember 2014 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Tevez getur ekki beðið eftir því að spila með Messi
Tevez hlakkar til að spila með Messi vini sínum.
Tevez hlakkar til að spila með Messi vini sínum.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez segist vera í skýjunum með að vera kominn aftur í landslið Argentínu eftir þriggja ára fjarveru.

Þessi öflugi framherji Juventus var valinn af landsliðsþjálfaranum Gerardo Martino á dögunum eftir að hafa verið úti í kuldanum hjá Alejandro Sabella, forvera hans.

Tevez er í hóp í æfingaleikjum gegn Króatíu og Portúgal og hlakkar hann til að spila með Lionel Messi á nýjan leik.

,,Ég vil spila með Messi, hann er númer eitt," sagði Tevez við Ole.

,,Messi er sá besti í heimi og ég hef sagt það lengi. Að spila með honum er það ánægjulegasta sem leikmaður getur gert."

,,Ég hitti hann á dögunum á viðburði og við ræddum lengi saman, í einn og hálfan tíma. Ég er glaður að koma aftur í landsliðið og spila með honum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner