Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. nóvember 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Neymar grét á blaðamannafundi
Mynd: Getty Images
Neymar brotnaði niður á blaðamannafundi eftir 3-1 sigur Brasilíu á Japan í vináttulandsleik í gær.

Neymar varð í sumar dýrasti knattspyrnumaður sögunnar þegar PSG keypti hann frá Barcelona fyrir um það bil 200 milljónir punda.

Síðan hann kom til PSG hafa franskir fjölmiðlar, sem og aðrir fjölmiðlar, verið duglegir að fjalla um slæmt samband hans við þjálfara og leikmenn Paris Saint-Germain.

Á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Japan bað Neymar fólk um að hætta að dreifa lygasögum um sig. Eftir að Neymar hafði lokið máli sínu tók Tite, landsliðsþjálfari, við og kom leikmanni sínum til varnar.

„Ég er alltaf að heyra það að samband Tite og Neymar sé slæmt og ég er þreyttur á að heyra það," sagði Tite.

„Ef það væru vandamál á milli okkar þá myndum við leysa það í búningsklefanum. Það sem ég get sagt um Neymar er hann er góður drengur með mikinn karakter og stórt hjarta."

Við þessi orð táraðist Neymar og í kjölfarið gekk hann af blaðamannafundinum eins og sjá má hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner