Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. apríl 2014 16:04
Ívan Guðjón Baldursson
England - Úrslit dagsins: Everton í meistaradeildarsæti
Everton er komið yfir Arsenal og í meistaradeildarsæti þegar aðeins fimm leikir eru eftir
Everton er komið yfir Arsenal og í meistaradeildarsæti þegar aðeins fimm leikir eru eftir
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var að ljúka í enska boltanum þar sem Cardiff lagði Southampton óvænt á útivelli og er þremur stigum frá öruggu sæti í deild þegar fjórar umferðir eru eftir.

Aron Einar Gunnarsson var allan tímann á bekknum hjá Cardiff en varnarmaðurinn Juan Cala skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson kom af bekknum í sex marka jafntefli Tottenham gegn West Brom, en heimamenn í WBA komust í þriggja marka forystu í leiknum og Emmanuel Adebayor klúðraði vítaspyrnu.

Jason Puncheon skoraði sigurmark Crystal Palace gegn Aston Villa og er liðið nú sjö stigum frá fallsæti og Hugo Rodallega tryggði Fulham mikilvægan sigur gegn Norwich, sem kemur Fulham tveimur stigum frá öruggu sæti.

Stoke lagði þá Newcastle af velli og Everton er komið í meistaradeildarsæti eftir sigur í fjörugum leik gegn Sunderland.

West Brom 3 - 3 Tottenham
1-0 Matej Vydra ('1)
2-0 Chris Brunt ('4)
3-0 Stephane Sessegnon ('31)
3-1 Jonas Olsson ('34, sjálfsmark)
3-2 Harry Kane ('70)
3-3 Christian Eriksen ('94)

Southampton 0 - 1 Cardiff
0-1 Juan Cala ('65)

Crystal Palace 1 - 0 Aston Villa
1-0 Jason Puncheon ('76)

Fulham 1 - 0 Norwich
1-0 Hugo Rodallega ('40)

Sunderland 0 - 1 Everton
0-1 Wes Brown ('75, sjálfsmark)

Stoke City 1 - 0 Newcastle
1-0 Erik Pieters ('42)
Athugasemdir
banner
banner