Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mið 12. júní 2024 10:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Priske tekinn við af Arne Slot (Staðfest)
Mynd: EPA
Feyenoord hefur gert þriggja ára samning við Brian Priske um að taka við sem þjálfari liðsins. Priske kemur frá Sparta Prag í Tékklandi og tekur við af Arne Slot sem var ráðinn til Liverpool í síðasta mánuði.

Priske er fyrrum varnrmaður sem hefur unnið titla á síðustu árum sem þjálfari Sparta Prag.

Árið 2020 gerði hannMidtjylland að meisturum í Danmörku. Þar var hann þjálfari íslenska landsliðsmannsins Mikaels Anderson. Svo fór Priske til Royal Antwerp í Belgíu áður en hann tók við Midtjylland.

Priske er 47 ára Dani sem lék í Danmörku á sínum ferli ásamt því að spila með Portsmouth, Club Brugge og Start í Noregi. Hann lék 24 landsleiki á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner