Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. september 2017 18:32
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Hodgson tekinn við Crystal Palace (Staðfest)
Hodgson gerði tveggja ára samning við Palace.
Hodgson gerði tveggja ára samning við Palace.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson er tekinn við sem knattspyrnustjóri hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace. Frank de Boer var rekinn frá félaginu í gær og hafa Palace verið snarir í snúningum og eru búnir að ráða nýjan stjóra.

Hodgson sagði í samtali við Sky Sports að hann hefði fundað með Palace í dag en ekkert hefði verið skrifað undir þó enn. Steve Parish, stjórnarformaður Palace, fór þó á Twitter stuttu seinna og tilkynnti Hodgson sem nýjan stjóra félagsins.

De Boer var rekinn frá Palace í gær eftir 1-0 tap liðsins fyrir Burnley á sunnudag. Undir stjórn de Boer tapaði Palace öllum fjórum deildarleikjum sínum en hann enntist aðeins 77 daga í starfi hjá Lundúnaliðinu.

„Ég vona að við séum nálægt því að klára þetta. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig að snúa aftur í leikinn sem ég elska og taka við liði sem ég hef dáðst af, líkað og stutt í gegnum tíðina," sagði Hodgeson í viðtali við Sky.

„Þetta er góður dagur fyrir mig, ég er mjög ánægður og hlakka til að komast til vinnu og reyna að hjálpa liðinu að ná í stig og klifra upp töfluna."

Hodgson þjálfaði síðast enska landsliðið en sagði starfi sínu lausu þar eins og frægt er orðið eftir tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM síðasta sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner