Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 12. nóvember 2014 23:13
Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback: Vorum alls ekki yfirspilaðir
Icelandair
Lagerback og Heimir Hallgrímsson úti á velli í dag.
Lagerback og Heimir Hallgrímsson úti á velli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins eftir 3-1 tap gegn Belgíu í vináttuleik í kvöld.

Lagerback viðurkenndi að sér þætti aldrei gaman að tapa en hann sá ákveðna jákvæða punkta í leiknum.

,,Það er aldrei gaman að tapa og ég er ekki ánægður með það, en við verðum að taka til greina að við spiluðum við eitt besta lið heims í dag. Ég er frekar ánægður með leikmennina, við stóðum okkur frekar vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir sköpuðu ekki jafn mörg færi þar og í fyrri hálfleik og við sköpuðum nokkur færi, svo ég er nokkuð sáttur," sagði Lagerback við Fótbolta.net.

,,Það var auðvitað gott fyrir leikmennina sem hafa ekki spilað mjög mikið að fá að spila, eins og markverðina og Hörð sem fékk 90 mínútur gegn svona góðu liði. Það er leiðin til að bæta sig."

,,Strákarnir sýna að þeir geta spilað í þessum gæðaflokki. Við vorum ekki yfirspilaðir á neinn hátt, jafnvel þó Belgía hafi verið betri en við."

,,Ögmundur átti frábærar markvörslur í fyrri hálfleiknum og Ingvar stóð sig vel. Þeir sýndu að þeir geta barist við Hannes um aðalmarkvarðarstöðuna, og það er gott fyrir liðið að hafa þrjá góða markverði."

,,Leikmennirnir fengu þá reynslu sem fylgir því að spila mjög, mjög góðu liði. Það er líka jákvætt að enginn hafi meiðst fyrir mikilvægan keppnisleik."

Athugasemdir
banner
banner