Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. janúar 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Kompany með enn eina endurkomuna um helgina
Óheppinn með meiðsli.
Óheppinn með meiðsli.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, er klár í slaginn á nýjan leik eftir meiðsli á hné.

Belginn hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli undanfarin ár en hann spilaði síðast þann 19. nóvember. Kompany gæti spilað gegn Everton á sunnudag.

„Kompany er byrjaður að æfa. Hann er kominn til baka. Vonandi getur hann spilað og hjálpað okkur síðari hluta tímabils," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City.

Guardiola var spurður að því hvort hinn þrítugi Kompany geti aftur náð fyrri styrk.

„Ég veit það ekki. Góð spurning. Það er ekki hægt að neita því hversu góður Vincent er og andlega er hann sterkur. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera. Hann þarf smá tíma til að ná fyrri styrk," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner