Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2016 15:12
Elvar Geir Magnússon
Reglur um viðræður við leikmenn skoðaðar nánar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik, Fylkir og Víkingur Ólafsvík lögðu fram tillögu um að samningsbundnum leikmanni sé heimilt að eiga í viðræðum við önnur félög 6 mánuðum áður en samningi hans lýkur eða eftir 30. júní sé hann samningsbundinn til 31. desember.

Fjallað var um málið á ársþingi KSÍ í dag en ákveðið var að vísa tillögunni til stjórnar KSÍ sem mun skipa starfshóp um málið.

Sami starfshópur mun skoða tvær aðrar tillögur. Annars vegar tillögu ÍBV um mun hertari viðurlög ef félög ræða við samningsbundinn leikmann áður en leyfilegt er. Hins vegar tillögu Leiknis um að félög muni geta kallað leikmenn úr láni eftir 31. júlí.

Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaða starfshópsins verður en þessar tillögur gætu breytt landslaginu í íslenskum fótbolta umtalsvert.
Athugasemdir
banner
banner
banner