Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. júní 2018 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Chelsea og Juventus á eftir Stefan Savic
Stefan Savic er líklega að yfirgefa Atletico
Stefan Savic er líklega að yfirgefa Atletico
Mynd: Atletico Madrid
Stórliðin Chelsea og Juventus hafa áhuga á að kaupa varnarmann Atletico Madrid, Stefan Savic.

Savic var eitt sinn í herbúðum Manchester City en hann hefur verið síðustu þrjú ár hjá Atletico en hann kom þaðan frá Fiorentina.

Savic er landsliðsmaður Svartfjallalands en hann lék 36 leiki fyrir Atletico á síðustu leiktíð. Hann var hins vegar ónotaður í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar Atletico vann Marseille.

Stephan Lichtsteiner yfirgaf Juventus í sumar og er Juventus að leita af arftaka hans á meðan Chelsea missti af Meistaradeildinni og vilja þeir styrkja hópinn til að ná Meistaradeildarsætinu aftur.

Atletico Madrid hafa nú þegar fengið djúpa miðjumanninn Rodri í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner