Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fim 13. júní 2024 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Guðjóns að hætta sem framkvæmdastjóri KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, mun láta að störfum að eigin frumkvæði í lok ágústmánaðar og hverfur þá til annarra starfa.

Þetta kemur fram í tilkynningu KR í dag. Bjarni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðan 2022.

Í tilkynningu KR segir að ráðningarferli nýs framkæmdastjóra bíður nú aðalstjórnar en þegar verður hafist handa við þá vinnu.

Aðalstjórn KR þakkar Bjarna kærlega fyrir allt hans starf fyrir félagið á liðnum árum.

Bjarni Guðjónsson er 45 ára og varð hann tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari sem leikmaður KR. Hann var þá þjálfari liðsins í eitt og hálft tímabil um miðjan síðasta áratug og svo aðstoðarþjálfari liðsins á árunum 2018-2020.

Á sínum ferli lék Bjarni 23 landsleiki og skoraði eitt mark. Hann er uppalinn hjá ÍA og lék með ÍA og KR á Íslandi. Erlendis var hann hjá Newcastle, Genk, Stoke City, Bochum, Coventry og Plymouth - var alls í níu ár erlendis sem atvinnumaður.

Það eru að verða breytingar bak við tjöldin hjá KR sem tilkynnti í vikunni að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri kominn í starf hjá félaginu.
Athugasemdir
banner