Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. október 2015 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Toshack: Wales getur gert góða hluti á næstu stórmótum
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
John Toshack var landsliðsþjálfari Wales í sex ár, frá 2004 til 2010, og segir núverandi leikmannahóp velska landsliðsins geta gert frábæra hluti á komandi misserum.

Wales er búið að tryggja sig á sitt fyrsta stórmót í 58 ár og segir Toshack að leikmenn séu enn ungir og geti gert stórkostlega hluti á komandi stórmótum.

„Þegar það er litið á aldur leikmannahópsins þá eiga menn öll bestu árin eftir," sagði Toshack, sem er þjálfari Wydad Casablanca í Marokkó.

„Það er HM eftir þrjú ár og annað EM tveimur árum þar á eftir. Þessi leikmannahópur gæti boðið uppá áhugaverðar frammistöður á stórmótum.

„Það mun skipta öllu máli að lykilmenn haldi sér frá meiðslum. Aaron Ramsey og Gareth Bale eru lykilmenn fyrir landsliðið hvert sem markmiðið er. Svo lengi sem þeir eru heilir þá eru allir vegir færir."

Athugasemdir
banner
banner
banner