Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. október 2017 20:05
Elvar Geir Magnússon
Koeman: Ég er ekki að fara að taka við Hollandi
Ronald Koeman.
Ronald Koeman.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, segir klárt mál að hann muni ekki taka við hollenska landsliðinu á þessum tímapunkti. Koeman var orðaður við starfið í Hollandi eftir að Dick Advocaat mistókst að koma liðinu á HM í Rússlandi.

„Það er ekki óvænt að ég sé orðaður við starfið, þetta er ekki í fyrsta sinn. En ég er stjóri Everton og það er mikilvægast í mínum huga. Það er óraunhæft að tala um framtíðina núna. Ég hef verk að vinna með Everton," segir Koeman.

„Við þurfum að breyta stöðu okkar í deildinni. Það er forgangsatriði til lengri tíma litið."

Everton mætir Brighton & Hove Albion um helgina en Gylfi og félagar eru í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hafa farið illa af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner