Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2017 15:15
Elvar Geir Magnússon
Gabriel Jesus á hækjum - Tímabilið úti?
Mynd: Twitter
Gabriel Jesus, sóknarmaður Manchester City, er kominn á hækjur og með hlífðarspelku eftir meiðslin sem hann hlaut gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Jesus hefur stimplað sig af krafti inn í enska boltann en fór meiddur af velli í gær og er óttast að hann spili ekki meira á tímabilinu.

Jesus meiddist á ökkla og myndirnar sem hafa birst af honum í dag gefa ekki tilefni til bjartsýni.

Það tekur lágmark tvo mánuði að jafna sig á svona meiðslum. Jesus mun að öllum líkindum fara í aðgerð til að fyrirbyggja það að meiðslin endurtaki sig en það tekur þrjá mánuði að jafna sig eftir þannig aðgerð.

Manchester City hefur ekkert viljað staðfesta um meiðslin.

City mætir Huddersfield í FA-bikarnum á laugardag og leikur svo fyrri leik sinn gegn Mónakó í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner