Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. apríl 2018 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði sjö mörk á rétt rúmum hálftíma í Mjólkurbikarnum
Sergine Modou Fall kom til Vestra í vetur.
Sergine Modou Fall kom til Vestra í vetur.
Mynd: Vestri
Sergine Modou Fall var í miklu stuði þegar Vestri valtaði yfir Kónganna í Mjólkurbikarnum í dag.

Sergine kom Vestra í 2-1 á 26. mínútu en eftir það hrökka hann í gang. Hann skoraði annað mark á 34. mínútu og var kominn með fimm mörk áður en hálfleikurinn kláraðist.

Hann bætti svo við tveimur mörkum á fyrsta stundarfjórðungnum í seinni hálfleiknum en hann lét það gott heita.

Ótrúlegur leikur hjá þessum leikmanni sem spilaði með ÍR í fyrra en var þar áður hjá Vestra.

Hann spilaði 21 leik í Inkasso-deildinni í fyrra og skoraði fjögur mörk. Það verður spennandi að sjá hvað hann gerir í 2. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner