Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. október 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag: Danir mæta Portúgölum
Danir mæta Portúgölum í kvöld.
Danir mæta Portúgölum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistarar Þjóðverja þurfa að spýta í lófana eftir tap gegn Póllandi.
Heimsmeistarar Þjóðverja þurfa að spýta í lófana eftir tap gegn Póllandi.
Mynd: Getty Images
Átta leikir eru á dagskrá í undankeppni EM 2016 í kvöld og verða þrír þeirra sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Mikil spenna ríkir í D-riðli þar sem Þjóðverjar töpuðu fyrir Pólverjum í annarri umferð og eiga heimaleik gegn toppliði Íra í kvöld.

Pólverjar mæta þá Skotum sem rétt töpuðu fyrir Þjóðverjum en lögðu svo Georgíu og eru því með þrjú stig. Georgía heimsækir Gíbraltar sem hefur tapað báðum leikjum sínum 7-0.

Í F-riðli eru Norður-Írar óvænt á toppnum en eiga erfiðan útileik gegn Grikkjum sem eru aðeins með eitt stig eftir tap gegn Rúmenum og jafntefli gegn Finnum.

Finnar mæta Rúmenum en liðin eru í 2-3. sæti með fjögur stig og stigalausu nágrannar okkar frá Færeyjum eiga heimaleik gegn Ungverjum sem eru aðeins með eitt stig.

Danir mæta svo Portúgölum í stórleik I-riðils þar sem Albanir, sem lögðu Portúgal í fyrstu umferð, eiga útileik gegn Serbíu.

D-riðill:
18:45 Þýskaland - Írland (Stöð 2 Sport)
18:45 Pólland - Skotland (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Gíbraltar - Georgía

F-riðill:
18:45 Grikkland - Norður-Írland
18:45 Finnland - Rúmenía
18:45 Færeyjar - Ungverjaland

I-riðill:
18:45 Danmörk - Portúgal (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Serbía - Albanía
Athugasemdir
banner
banner
banner