Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. október 2017 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Rosenborg vann Tromsö - Gunnhildur skoraði
Aron fékk fimm mínútur í dag.
Aron fékk fimm mínútur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson fékk aðeins fimm mínútur þegar Tromsö fékk Rosenborg í heimsókn í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Aron hefur ekki verið að spila mikið að undanförnu.

Matthías Vilhjálmsson kom ekki við sögu hjá Rosenborg, sem vann leikinn 3-0, vegna meiðsla. Nicklas Bendtner skoraði eitt af þremur mörkum Rosenborg í leiknum í dag.

Tromsö er í fallbaráttu en Rosenborg er á toppnum með gott forskot.

Tromsö 0 - 3 Rosenborg
0-1 Samuel Adegbenro ('5)
0-2 Nicklas Bendtner ('51)
0-3 Andre Helland ('56)

Úrvalsdeild kvenna

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom sínu liði, Valerenga, á bragðið gegn Erninum frá Þrándheimi í úrvalsdeild kvenna í Noregi í dag.

Gunnhildur er fyrirliði Valerenga en leikurinn endaði 2-2.

Valerenga er um miðja deild.

Valerenga 2 - 2 Trondheims-Orn
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('16)
1-1 Elen Melhus ('28)
2-1 Markaskorara vantar ('32)
2-2 Julie Adeserø ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner