Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. ágúst 2014 17:30
Magnús Már Einarsson
„Terry myndi hoppa fyrir lest"
Stuðningsmaður Chelsea - Daníel Laxdal
Enski upphitun
Daniel Laxdal.
Daniel Laxdal.
Mynd: Úr einkasafni
Daníel í leik með Stjörnunni.
Daníel í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Drogba er mættur aftur í bláu treyjuna.
Drogba er mættur aftur í bláu treyjuna.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net mun hita vel upp fyrir keppni í ensku úrvalsdeildina sem hefst á morgun. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Chelsea er spáð titlinum hjá Fótbolta.net að þessu sinni.

Daníel Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, er stuðningsmaður Chelsea og hann svaraði þessum spurningum fyrir tímabilið.

Ég byrjaði að halda með Chelsea af því að....
Þetta er eiginlega allt papa lax að þakka. Hann heldur með Chelsea þannig ég hermdi bara eftir. Svo hefur Joe hermt eftir mér og systir okkar hermt eftir Joe. Mútta er lika Chelsea fan. Það er einmitt mjög þægilegt að allir haldi bara með Chelsea á heimilinu þá getum við öll glaðst saman og farið í fýlu þegar illa gengur sem er sem betur fer sjaldan :)

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila?
Uá ég hef farið 3 sinnum á brúnna. Fyrsta skipti 1997 þegar Zola lék sér að united vörninni en svo þurfti pretty boy becks að setja hann sláin inn og skemma. Svo Chelsea-Wigan og Chelsea-Genk. Þarf að vera duglegri síðan að kíkja yfir á fleiri leiki.

Uppáhalds leikmaður í liðinu í dag?
Það er Konungurinn sjálfur John Terry. Hann hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Er viss um að ef að það væri lest sem kæmi á fullri ferð í átt að markinu með bolta límdan framan á þá mundi hann hoppa fyrir. Cahill er samt á góðri leið að vera arftaki Terry þegar hann hættir.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við?
Það er enginn sem ég vil losna við eins og er allaveganna. Sá maður sem komst næst því hér um árið var Bosingwa en hann er nú farinn burt núna.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
Ég held og ég vona að Costa muni fara á Costum (bödker) í sumar. Hann hefur byrjar svakalega vel í æfingaleikjum og vonandi heldur hann því áfram þegar seasonið byrjar. Hann verður svona maður sem allir hata nema Chelsea menn. Svo er alltaf jafn gaman að horfa á Hazard spila

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja...
Það er bara eitt svar við þessari spurningu Super Frank Lampard. Ég sakna hans strax.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann?
Já ég held að allir Chelsea menn og konur séu sáttir við Mourinho. Ég treysti honum fullkomlega fyrir þessu og vona að hann verði sem lengst á brúnni.

Er Chelsea tilbúið að berjast af alvöru um titilinn á nýjan leik?
Já klárlega, mér finnst þeir reyndar búnir að vera það núna síðustu ár þó það vanti kannski smá upp á en núna eru þeir mjög liklegir að vinna titilinn finnst mér allaveganna.

Hvað finnst þér um hræringarnar sem hafa orðið á liðinu í sumar?
Ég er sáttur við mennina sem hafa komið inn þó að það sé smá skrýtið að sjá Fabregas í Chelsea treyju en ég á pottþétt eftir að byrja elska hann þegar líður á tímabilið. Svo fannst mér lika ekkert að þvi að sjá Luiz fara á svona mikinn pening. Það vantaði klárlega alvöru striker (sorry Torres) sem sér um markaskorun fyrir klúbbinn og ég held að Costa eigi eftir að standa sig í því. Svo er ekki verra að annar konungur er mættur heim Didier Drogba.

Í hvaða sæti mun Chelsea enda á tímabilinu?
Mitt gisk er 1 eða 2 :)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner