Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. febrúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Clyne byrjaður að æfa með Liverpool eftir langa fjarveru
Nathaniel Clyne.
Nathaniel Clyne.
Mynd: Getty Images
Nathaniel Clyne, hægri bakvörður Liverpool, hefur hafið æfingar á nýjan leik eftir meiðsli.

Clyne hefur verið frá keppni vegna bakmeiðsla síðan í júlí í fyrra. Hann er núna í æfingaferð með Liverpool í Marbella á Spáni.

Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez hafa spilað í hægri bakverði hjá Liverpool á tímabilinu og nú bætist Clyne í hópinn.

„Clyney saknað auðvitað fótboltans. Hann elskar að spila," sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool

„Þetta varð fáránlega langur tími og enginn hefði getað ímyndað sér það. Það er hins vegar gott að endurheimta hann."
Athugasemdir
banner
banner