Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. febrúar 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gabriel Jesus byrjaður að æfa aftur
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan hann meiddist í markalausu jafntefli Manchester City gegn Crystal Palace á gamlársdag.

Pep Guardiola staðfesti á fréttamannafundi fyrir bikarleik City gegn Wigan um helgina að Jesus væri byrjaður að æfa með hópnum.

„Í dag byrjar hann að taka þátt í æfingum með okkur aftur. Ég veit ekki hvenær hann verður klár, fyrsta skrefið er að koma honum í æfingaform. Það getur tekið eina til tvær vikur," sagði Guardiola.

City valtaði yfir Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og eru mikilvægir leikir framundan. Pep er ánægður með hvíldartímann sem hans menn fá á milli leikja.

„Við fáum sex daga á milli leikja og það tekur strákana bara tvo til þrjá daga að ná sér."

City mætir Wigan í 16-liða úrslitum enska bikarsins á mánudaginn og á svo úrslitaleik við Arsenal í deildabikarnum sunnudaginn þar á eftir.

City mætir Arsenal aftur fimmtudaginn 1. mars, á útivelli í úrvalsdeildinni, þremur dögum fyrir heimsókn á Stamford Bridge þar sem fráfarandi Englandsmeistarar verða klárir í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner