Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. nóvember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Fögnuðurinn í Perú mældist á jarðskjálftamælum
Jefferson Farfan skoraði fyrra mark Perú.
Jefferson Farfan skoraði fyrra mark Perú.
Mynd: Getty Images
Perú tryggði sér sæti á HM í fyrsta skipti í 36 ár með 2-0 sigri á Nýja-Sjálandi í nótt.

Gleðin var ósvikin hjá íbúum Perú þegar Jefferson Farfan kom liðinu yfir á 27. mínútu.

Fögnuðurinn var það mikill að jörð hristist í Perú og mældist það á jarðskjálftamælum þar í landi.

Ríkisstjórn Perú ákvað að hafa opinberan frídag á landinu í dag en fögnuðurinn eftir leik var mikill á götum úti.

„Við biðum í meira en 35 ár eftir að komast aftur á HM. Þakka ykkur stríðsmenn fyrir að færa okkur þessa gleði!" sagði Pedro Pablo Kuczynski forseti Perú á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner