Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. júlí 2014 07:00
Daníel Freyr Jónsson
Eduardo da Silva farinn heim til Brasilíu (Staðfest)
Eduardo da Silva.
Eduardo da Silva.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíska félagið Flamengo hefur tilkynnt um komu framherjans Eduardo da Silva eftir að samningur hans við Shakhtar Donetks rann út.

Eduardo, sem er 31 árs gamall, er fæddur og uppalinn í Brasilíu. Hann fór ungur að aldri til króatíska félagsins DInamo Zagreb og þar spilaði hann í sjö ár. Vann sér inn króatískan ríkisborgararétt og lék með landsliði Króatíu.

Hann gaf það út í gær að hann væri hættur að spila með landsliðinu og sama dag var tilkynnt um komu hans til Flamengo.

Eduardo var til mála hjá Arsenal í þrjú ár. Dvöl hans hjá enska stórliðinu einkenndist af meiðslum og skoraði hann einungus sjö mörk í 41 deildarleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner