Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. júlí 2014 10:52
Magnús Már Einarsson
James Rodriguez sagður hafa samið við Real Madrid
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez hefur náð munnlegu samkomulagi við Real Madrid samkvæmt frétt spænska íþróttablaðsins AS í dag.

Real Madrid mun nú reyna að ná samkomulagi við Monaco um kaupverð en síðarnefnda félagið vill fá 80 milljónir evra eða 63 milljónir punda fyrir leikmanninn.

James sló í gegn á HM þar sem hann var markahæsti leikmaðurinn.

Samninagviðræður milli félaganna eru ennþá í gangi en Real Marid vonast til að selja Angel Di Maria til PSG á 60 milljónir evra í vikunni eða 47 milljónir punda.

Ef þau skipti ganga í gegn ætti Real Madrid fljótlega að ganga frá kaupum á James.
Athugasemdir
banner