Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. júlí 2014 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Kristján Gauti: Tilbreyting að spila í 25 stiga hita
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH mætir FC Neman Grodno í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í Hvíta-Rússlandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:00.

FH-ingar fóru nokkuð auðveldlega í gegnum fyrstu umferð og ætti Neman Grodno að vera aðeins erfiðari andstæðingur en Glenavon.

,,Stemningin í hópnum er hrikalega góð. Það er alltaf auðvelt að gíra sig upp til að spila Evrópuleik. Við tókum góða æfingu í gær eftir langt ferðalag. Aðstæður hér eru allar mjög fínar. Völlurinn sem við spilum á leit mjög vel út og svo verður góð tilbreyting að spila í 25 stiga hita,” sagði Kristján Gauti aðspurður út í aðstæður í Hvíta-Rússlandi.

Íslenskir knattspyrnu áhugamenn þekkja að öllum líkindum ekki mikið til knattspyrnunnar í Hvíta-Rússlandi. Kristján Gauti segir að FH-liðið viti lítið út í hvað þeir séu að fara en telur möguleikana vera til staðar að ná góðum úrslitum.

,,Það er alveg klárt að við þurfum að spila góðan varnarleik í dag og vera skynsamir til að byrja með. Þetta lið beitir mikið af skyndisóknum svo við verðum að vera vel skipulagðir.”

,,Ég tel okkur alveg eiga raunhæfa möguleika á að ná hagstæðum úrslitum. Við sýndum það í fyrra að við getum náð langt í Evrópukeppnum og við munum gera allt sem við getum til að endurtaka það,” sagði Kristján Gauti að lokum.
Athugasemdir
banner
banner