Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. nóvember 2014 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Bosníu rekinn eftir tap gegn Ísrael
Mynd: Getty Images
Safet Susic hefur verið rekinn úr landsliðsþjálfarasæti Bosníu Hersegóvínu eftir 3-0 tap gegn Ísrael í undankeppni EM.

Bosnía er með tvö stig eftir fjórar umferðir í B-riðli undankeppninnar þar sem Ísrael er á toppnum með fullt hús stiga, níu eftir þrjár umferðir.

Bosnía tapaði fyrir Kýpverjum í fyrstu umferð og gerði jafntefli við Wales og Belgíu eftir það. Það var á sunnudaginn sem Ísrael sló Bosníu svo gott sem úr leik.

,,Það verður erfitt að komast á Evrópumótið 2016 og hefur stjórn knattspyrnusambandsins ákveðið að reka Safet Susic þjálfara og aðstoðarmenn hans," stendur í yfirlýsingu frá bosníska knattspyrnusambandinu.

Susic stýrði Bosníu á HM 2014 en kom liðinu ekki upp úr riðli og hætti þjálfun. Þjálfarinn var þá beðinn um að hætta ekki þjálfun og halda áfram með landsliðið, en nú hefur hann verið rekinn þvert gegn eigin vilja.

,,Ég vil ekki hætta því ég held að það sé enn mögulegt að komast á EM. Það er ekki mikill möguleiki en það er möguleiki," sagði Susic.
Athugasemdir
banner
banner