Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. október 2017 17:39
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Lindelöf og Morata byrja
Alvaro Morata, sóknarmaður Chelsea.
Alvaro Morata, sóknarmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: Getty Images
Keppni í Meistaradeildinni heldur áfram í kvöld og flottir leikir sem verða á dagskránni klukkan 18:45.

Manchester United heimsækir Benfica í A-riðli. United er á toppnum með sex stig eftir tvær umferðir en Benfica á botninum án stiga. Basel og CSKA Moskva sem einnig mætast í kvöld eru með þrjú stig.

United er enn án Paul Pogba, Marouane Fellaini, Eric Bailly og Zlatan Ibrahimovic. Varnarmennirnir Marcos Rojo og Luke Shaw nálgast endurkomu en leikur kvöldsins kemur of snemma fyrir þá.

Victor Lindelöf fær byrjunarliðsleik í vörn United í kvöld gegn sínu gamla félagi en hann kom til Rauðu djöflanna frá Benfica.

Byrjunarlið Manchester United gegn Benfica: De Gea; Valencia, Lindelöf, Smalling, Blind; Ander Herrera, Matic; Mata, Mkhitaryan, Rashford; Lukaku.

Chelsea tekur á móti Roma í stórleik á Stamford Bridge. Chelsea hefur unnið báða leiki sína í C-riðli en Roma er með fjögur stig.

Roma hefur aðeins unnið einn af þeim fimmtán leikjum sem liðið hefur spilað á Englandi.

Alvaro Morata, spænski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, snýr aftur eftir meiðsli. Victor Moses, N'Golo Kante og Danny Drinkwater eru allir á meiðslalistanum.

Byrjunarlið Chelsea gegn Roma: Courtois; David Luiz, Christensen, Cahill; Azpilicueta, Bakayoko, Fàbregas, Marcos Alonso; Zappacosta, Hazard, Morata.

Byrjunarlið Roma gegn Chelsea: Alisson; Bruno Peres, Juan Jesus, Fazio, Kolarov; Gonalons, Strootman, Nainggolan; Gerson, Dzeko, Perotti.



Leikir kvöldsins:

A-riðill
18:45 CSKA Moskva - Basel
18:45 Benfica - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)

B-riðill
18:45 Anderlecht - PSG (Stöð 2 Sport 6)
18:45 Bayern - Celtic (Stöð 2 Sport 5)

C-riðill
18:45 Chelsea - Roma (Stöð 2 Sport 3)

D-riðill
18:45 Juventus - Sporting Lissabon
18:45 Barcelona - Olympiakos


Athugasemdir
banner
banner
banner