Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Rojo segist ekki vera í vondu sambandi við Van Gaal
Marcos Rojo kvartar ekki undan Van Gaal.
Marcos Rojo kvartar ekki undan Van Gaal.
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo, varnarmaður Manchester United, segir ekkert til í fréttum þess efnis að samband hans við knattspyrnustjórann Louis van Gaal sé í molum.

Argentínski landsliðsmaðurinn var sagður hafa reitt Van Gaal til reiði þegar vegabréfsklúður kom í veg fyrir að hann gæti farið með United til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu, og þá taldi hann að meiðsli Rojo fyrr á tímabilinu væru ekki jafn alvarleg og leikmaðurinn vildi meina.

Rojo kom einungis við sögu í tveimur leikjum fram í október en hefur síðan þá fest sig í sessi í byrjunarliði United.

„Þetta er það sama og með alla þjálfara," sagði Rojo við ESPN þegar hann var spurður út í erjur sínar við Van Gaal.

„Ég spyr hann ekki hvers vegna hann velur mig þegar ég spila, svo ég hef engan rétt á að spyrja hann hvers vegna ég spila ekki þegar hann ákveður að velja mig ekki. Svo einfalt er þetta."

„Van Gaal gerir það sama og hver einasti þjálfari í heiminum. Hann ákveður hver spilar byggt á því sem hann sér í vikunni, hann velur þá leikmenn sem eru í bestu standi og við þurfum að virða ákvarðanir þjálfarans."

„Hann er mjög mikill fagmaður, hann villf á það besta úr öllum. Það þýðir ekki að hann sé harður. Hann vill ná árangri í starfi og við þurfum að gera okkur grein fyrir væntingum hans til okkar."

Athugasemdir
banner
banner