Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. janúar 2015 11:20
Magnús Már Einarsson
ÍBV fær mann á reynslu sem var hjá Manchester City
Mynd: Reynir Páls
Norski varnarmaðurinn Tom Even Skogsrud kemur til ÍBV á reynslu á miðvikudaginn.

Skogsrud er 21 árs gamall en hann var á sínum tíma í unglingaliði Manchester City og Rangers í Skotlandi. Hann hefur undanfarin tvö ár verið hjá Sandefjord í heimalandinu.

Skogsrud getur leikið bæði sem vinstri bakvörður og í hjarta varnarinnar.

,,Við ætlum að prófa hann sem miðvörð," sagði Tryggvi Guðmundsson aðstoðarþjálfari ÍBV við Fótbolta.net í dag.

ÍBV er í leit að liðsstyrk fyrir sumarið en eins og kom fram í morgun mun lettneski varnar og miðjumaðurinn Edijs Joksts vera á reynslu hjá liðinu á næstunni.

,,Hópurinn er þunnur eins og sannaðist gegn Keflavík og við ætlum að ná í 2-3 leikmenn, varnar eða miðjumenn. Þessir tveir munu spila gegn Grindavík á föstudaginn og vonandi einn annar lekmaður á reynslu."
Athugasemdir
banner
banner