Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2017 12:45
Stefnir Stefánsson
Antonio þarf líklega að draga sig úr enska hópnum
Michail Antonio
Michail Antonio
Mynd: Getty Images
Michail Antonio, kantmaður West Ham United þarf að öllum líkindum að draga sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla aftan í læri. En Slaven Bilic stjóri West Ham greindi frá þessu í dag.

England mætir Þýskalandi í vináttuleik þann 22. mars áður en að liðið fær Litháa í heimsókn þann 26. mars en sá leikur er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins.

Antonio spilaði allan leikinn þegar West Ham tapaði 3-2 á heimavelli gegn Leicester City. Eftir leikinn kvartaði hann undan meiðslum.

„Það lýtur allt út fyrir að Michail muni ekki ná að ferðast með enska hópnum" sagði Bilic.

„Hann lék allan leikinn, en hann fann einhver óþægindi á meðan á leik stóð. Hann haltraði þó ekki út af sem er gott. Læknaliðið lét mig vita af meiðslunum eftir leik. Við sjáum hvað setur." sagði Bilic að lokum.

Antonio átti að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir England en nú lýtur út fyrir að hann þurfi að bíða enn lengur. Harry Kane, Daniel Sturridge, Danny Welbeck og Wayne Rooney eru einning allir frá vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner