Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. maí 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Skrifuðu nafnið rangt á 90 þúsund miða
Middlesbrough.
Middlesbrough.
Mynd: Getty Images
Yfirmenn á Wembley leikvanginum hafa beðist afsökunar á að hafa skrifað nafn Middlesbrough rangt á miðana sem gilda á leik liðsins gegn Norwich á mánudag í úrslitaleik umspilsins í Championship deildinni.

Sæti í ensku úrvalsdeildinni er í húfi en búast má við að tæplega 90 þúsund manns fylli Wembley leikvanginn.

Á miðanum stendur 'Middlesborough' en ekki 'Middlesbrough' og einhverjir stuðningsmenn liðsins eru allt annað en ánægðir með það.

„Wembley vill biðja Middlesbrough FC og stuðningsmenn liðsins afsökunar. Þetta voru mannleg mistök," segir í yfirlýsingu frá Wembley.

„Þessir miðar gilda ennþá á leikinn á mánudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner