Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. nóvember 2017 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva um framtíðina: Sumum hlutum ekki hægt að stjórna
Mynd: Getty Images
Marco Silva var kátur eftir sigur Watford gegn West Ham í sunnudagsleik Úrvalsdeildarinnar.

Watford er með 18 stig eftir 12 umferðir, aðeins fimm stigum frá Tottenham sem er í meistaradeildarsæti.

„Við áttum skilið að sigra, þetta voru mikilvæg stig eftir þrjá tapleiki í röð," sagði Silva við Sky Sports að leikslokum.

„Við höfum verið að spila mjög vel frá upphafi tímabils, við áttum ekki skilið að tapa þremur í röð, við vorum óheppnir."

Silva hefur verið orðaður afar sterklega við stjórastöðuna hjá Everton og gaf óljós svör þegar hann var spurður út í framtíðina sína.

„Framtíðin mín er á morgun. Ég fer beint að vinna í undirbúning fyrir næsta leik. Leikmennirnir vita að ég legg mig allan fram.

„Það eru sumir hlutir sem maður getur ekki stjórnað. Ég einbeiti mér að stjórna því sem ég get, eins og æfingaplani morgundagsins."

Athugasemdir
banner
banner
banner