Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 20. júlí 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Ermelo, Hollandi
Ísland hefur ekki skorað í 372 mínútur
Berglind Björg skoraði síðasta mark Íslands.
Berglind Björg skoraði síðasta mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið hefur ekki skorað mark í fjórum leikjum í röð eftir 0-1 tapið gegn Frakklandi á þriðjudag.

Áður hafði liðið tapað 0-1 fyrir Brasilíu og 0-4 fyrir Hollandi í vináttuleikjum og gert markalaust jafntefli gegn Írlandi.

Síðasta mark Íslands skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í 2-0 sigri gegn Slóvakíu í byrjun apríl.

„Það er svo mikið búið að ganga á, við þurftum að púsla, gera og græja. Meðan við erum að spila vel og leika varnarleikinn vel þá koma mörkin. Ég hef engar áhyggjur af öðru," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari aðspurður um markaþurrðina.

„Ég er auðvitað ekki sáttur við að við nýtum ekki færin okkar betur en ég hef engar áhyggjur."

Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Íslands, tekur í sama streng og Freyr.

„Við erum búnar að spila á móti Frakklandi og Brasilíu. Þetta eru ótrúlega góð lið og eitt af bestu liðum í heimi. Ég hef litlar áhyggjur, mörkin koma á laugardaginn í mjög mikilvægum leik gegn Sviss sem við verðum að taka," segir Katrín.

„Við þurfum að fókusera á næsta leik og taka þessi þrjú stig, sama hvernig mörkin koma, þá munu þau koma, við vitum það alveg."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner