Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. október 2017 11:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Ásthildur spilaði með Steffi Jones
Ásthildur Helgadóttir var á mála hjá Frankfurt og lék þar með Steffi Jones sem í dag þjálfar þýska landsliðið
Ásthildur Helgadóttir var á mála hjá Frankfurt og lék þar með Steffi Jones sem í dag þjálfar þýska landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar við Þýskaland í undakeppni Heimsmeistaramótsins kl.14:00 í dag og hér í Wiesbaden ríkir mikil spenna og eftirvænting fyrir leiknum. Steffi Jones þjálfari Þýskalands talaði um íslenska liðið á blaðamannafundi í gær og lýsti því sem baráttuglöðu, vel skipulögðu og líkamlega sterku liði.

Það er gaman að rifja upp að landsliðskonan fyrrverandi, Ásthildur Helgadóttir, var um tíma liðsfélagi Steffi Jones en þær spiluðu saman hjá Frankfurt árið 1997.

Frankfurt liðið var sterkt á þessum tíma líkt og í dag en auk Ásthildar og Steffi léku margar þýskar landsliðskonur með félaginu. Til að mynda hin magnaða Doris Fitschen. Monica Staab var þjálfari liðsins en hún á magnaðan þjálfaraferil að baki og er einn sigursælasti knattspyrnuþjálfari í heimi.

Ásthildi gekk vel hjá Frankfurt. Var iðin við markaskorun og varð Þýskalandsmeistari í innanhúsfótbolta. Hún ákvað þó að staldra ekki við í Þýskalandi heldur fara til Bandaríkjanna þar sem auðveldara var að sameina knattspyrnuiðkun og verkfræðinámið sem hana langaði í.

Í kjölfarið spilaði Ásthildur bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi áður en hún lauk glæsilegum ferli sínum hjá sænska stórliðinu Malmö.
Athugasemdir
banner
banner