Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. febrúar 2017 16:03
Magnús Már Einarsson
Varamarkvörðurinn hættur hjá Sutton United (Staðfest)
Wayne Shaw er orðinn atvinnulaus.
Wayne Shaw er orðinn atvinnulaus.
Mynd: Getty Images
Wayne Shaw varamarkvörður, markmannsþjálfari og vallarstarfsmaður hjá enska utandeildarliðinu Sutton United er hættur störfum þar. Hinn 45 ára gamli Shaw vakti gríðarlega athygli þegar hann tróð í sig böku á varamannabekknum gegn Arsenal í enska bikarnum í gærkvöldi.

Enska knattspyrnusambandið er nú að rannsaka hvort Shaw hafi brotið veðmálareglur með því að fá sér böku á hliðarlínunni en veðbanki var með stuðulinn 8 á að hann myndi sjást borða böku á meðan á leiknum stóð.

Sutton lítur það alvarlegum augum ef um veðmálasvindl er að ræða og félagið óskaði því eftir að Shaw léti af störfum. Shaw samþykkti það.

„Ég er samningslaus núna og er opinn fyrir tilboðum. Kína er í kortunum og Ameríka líka. Ég bíð hins vegar eftir tilboði frá Sky Sports," sagði Shaw á Twitter í dag en fyrir leikinn gegn Arsenal var hann mikið til umfjöllun þar sem hann er talsvert þyngri en flestir fótboltamenn.

Smelltu hér til að lesa meira um Wayne Shaw







Athugasemdir
banner
banner