Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. maí 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Emery ráðinn stjóri Arsenal í vikunni
Arsene Wenger og Unai Emery
Arsene Wenger og Unai Emery
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Unai Emery er nú talinn líklegastur til þess að taka svið stjórastöðu Arsenal af Arsene Wenger.

Emery hætti sem þjálfari PSG fyrr í mánuðinum en hann var staddur í London í gær að ræða við forráðamenn Arsenal.

Heimildir SkySports á Englandi herma að Emery verði ráðinn þjálfari liðsins í þessari viku.

Hann vann allar þrjár keppnirnar í Frakklandi með PSG á tímabilinu en PSG hafði ekki áhuga á að framlengja tveggja ára samning hans. Thomas Tuchel tók við starfi hans hjá PSG.

Arsenal eru í leit að nýjum þjálfara og Mikel Arteta þótti lengi líklegasti arftaki Wenger en talið er að hann hafi viljað hafa meira að segja um félagsskiptamál félagsins en honum var lofað.

Arteta er sagður ánægður að geta haldið áfram í þjálfaraliði Manchester City. Luis Enrique fyrrum þjálfari Barcelona er einnig sagður hafa hætt við starfið vegna félagsskiptamála.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner